top of page
Support group

Þróunarhringir

Hlutverk þróunarhringja

Þróunarhópar samanstanda af einstaklingum sem vilja hittast reglulega til að þróa iðkun sína saman á eigin forsendum. Hvort um sé að ræða þróun á miðils- eða heilunarhæfni, gera æfingar eða ræða ýmsa speki.

Þróunarhópar geta sótt um að fá útleigt herbergi hjá félaginu, fast einu sinni í viku, og geta því stundað sína iðkun í húsnæðinu án truflana.

Gjald fyrir þróunarhópa er 12.000 kr. á hvert misseri (vorönn og haustönn), óháð fjölda þátttakenda.

Hægt er að sækja um pláss fyrir þróunarhóp í tölvupóst á netfang srfa@srfa.is.

Hefurðu áhuga á að starfa í þróunarhring?

Hafðu samband og við skráum þig á lista í þróunarhring. Ath! það getur tekið tíma að skipuleggja og koma saman hring. 

Sendu upplýsingar um þig á netfang srfa@srfa.is;

  • Fullt nafn

  • Kennitölu

  • Símanúmer

  • Netfang

  • ​Ástæða - hvers vegna langar þig að starfa í þróunarhring?

  • Instagram
  • Facebook

© 2025 Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri

bottom of page