
Bænahringir
Hlutverk bænahringja
Bænahringur er þegar hópur kemur saman til að biðja fyrir fólki í þeim tilgangi að senda kærleika, von, hlýju og jafnvel líkn til þeirra sem þurfa á því að halda.
Félaginu berast margar óskir um fyrirbænir og fara þær í bænabók félagsins. Þeir bænahringir sem starfa hjá félaginu annast fyrirbænir sem skráðar eru í bókina. Innan félagsins er trúnaðarskylda og á hún við alla sem koma að starfinu. Það má því aldrei ræða við aðra um þá sem eru skrifaðir í bænabókina.
Hver bænahringur er einstakur að stærð og gerð og mótar hver hringur fyrir sig sína eigin siði og háttsemi.
Að sitja í bænahring tengist ekki neinu trúfélagi, eina skilyrðið fyrir þátttöku er löngun til þess að gera öðrum gott.
Hefurðu áhuga á að starfa í bænahring?
Hafðu samband og við skráum þig á lista fyrir bænahring. Ath! það getur tekið tíma að skipuleggja og koma saman hring.
Sendu upplýsingar um þig á netfang srfa@srfa.is;
-
Fullt nafn
-
Kennitölu
-
Símanúmer
-
Netfang
-
Ástæða - hvers vegna langar þig að starfa í bænahring?
