top of page

Köku- og Handverksbasar - fjáröflun fyrir félagið

sun., 05. okt.

|

Akureyri

Margskonar góðgæti, kökur, brauð, handverk, allt sem félagsmenn eru að gefa til félagsins. Einnig verða vöfflur og kaffi til sölu. Sæti meðan húsrúm leyfir. Verið hjartanlega velkomin.

Köku- og Handverksbasar - fjáröflun fyrir félagið
Köku- og Handverksbasar - fjáröflun fyrir félagið

Tími & staðsetning

05. okt. 2025, 13:00 – 16:30

Akureyri, Strandgata 37, 600 Akureyri, Iceland

Um viðburðinn

Nú hrærum við í Köku- & Handverksbasar þar sem allur ágóði rennur til félagsins. Athugið að enginn posi er til staðar.


Til sölu verða kökur, brauðmeti, handverk og andlegir hlutir eins og draumafangarar, pendúlar, hálsmen, sápur, bækur, vettlingar og ýmis gjafabréf í margs konar meðferðir, svo eitthvað sé nefnt.


Einnig bjóðum við upp á ljúfar vöfflur með sultu og rjóma, auk kaffi. Við stefnum á að skapa kósý og heimilislega basarstemningu.


Við erum í framkvæmdum og nýlega var skipt um klósett, þó margt meira þurfi að gera. Munið að margt smátt gerir eitt stórt. Fjölmargir félagar leggja sitt af mörkum með því að baka, skapa og hanna fyrir basarinn, og við kunnum þeim bestu þakkir.


Við hvetjum ykkur til að láta alla vita sem gætu haft áhuga á að koma og versla eitthvað—fyrir kaffið eða í jólapakkann.

Deila þessum viðburði

  • Instagram
  • Facebook

© 2025 Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri

bottom of page