
Bænahringir
Bænahringur er þegar hópur kemur saman til að biðja fyrir fólki í þeim tilgangi að senda kærleika, von, hlýju og jafnvel líkn til þeirra sem þurfa á því að halda.
Félaginu berast margar óskir um fyrirbænir og fara þær í bænabók félagsins. Þeir bænahringir sem starfa hjá félaginu annast fyrirbænir sem skráðar eru í bókina. Innan félagsins er trúnaðarskylda og á hún við alla sem koma að starfinu. Það má því aldrei ræða við aðra um þá sem eru skrifaðir í bænabókina.
Hver bænahringur er einstakur að stærð og gerð og mótar hver hringur fyrir sig sína eigin siði og háttsemi.
Að sitja í bænahring tengist ekki neinu trúfélagi, eina skilyrðið fyrir þátttöku er löngun til þess að gera öðrum gott.
Þróunarhringir
Þróunarhópar samanstanda af einstaklingum sem vilja hittast reglulega til að þróa iðkun sína saman á eigin forsendum. Hvort um sé að ræða þróun á miðils- eða heilunarhæfni, gera æfingar eða ræða ýmsa speki.
Þróunarhópar geta sótt um að fá útleigt herbergi hjá félaginu, fast einu sinni í viku, og geta því stundað sína iðkun í húsnæðinu án truflana.
Gjald fyrir þróunarhópa er 12.000 kr. á hvert misseri (vorönn og haustönn), óháð fjölda þátttakenda.
Hægt er að sækja um pláss fyrir þróunarhóp í tölvupóst á netfang srfa@srfa.is.

